miðvikudagur, 3. feb 2010

Hvað er kreppa? Málþing á Akureyri

AkureyrarAkademían og Sagnfræðingafélag Íslands standa að málþinginu Hvað er kreppa? mánudaginn 8. febrúar kl. 15 í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Á málþinginu endurflytja Viðar Hreinsson, Sigrún Davíðsdóttir og Guðmundur Hálfdanarson fyrirlestrana sem þau héldu í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins haustið 2009 undir yfirskriftinni Hvað er kreppa?

Dagskráin er eftirfarandi:

15:00 Húsið opnar

15:15 Kristín Ástgeirsdóttir: Málþingið sett

15:20 Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur: Er einhver að hlusta? Um ótta og eymd hugvísindanna

16:00 Sigrún Davíðsdóttir, blaðamaður: Kreppan og kunningjaþjóðfélagið

16:40 Hlé

17:00 Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur: Er íslenskt fullveldi í kreppu?

17:40 Umræður

18:00 Þingslit

Kristín Ástgeirsdóttir stýrir fundinum.

Aðgangur er ókeypis og allir eru boðnir velkomnir.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com