þriðjudagur, 26. jan 2010

Kallað eftir erindum á Landsbyggðaráðstefnu

Sagnfræðingafélag Íslands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi áætla að halda næstu landsbyggðaráðstefnu sína á Suðausturlandi; í Suðursveit og á Höfn
Hornafirði. Ráðstefnan verður haldin í samvinnu við Fræðasetur Háskóla Íslands á Höfn og ReykjavíkurAkademíuna, helgina 21.-23. maí.

Fyrirsögn ráðstefnunnar er að þessu sinni UNDIR HORNAFJARÐARMÁNA og áhersla verður lögð á samspil mannlífs, menningar og náttúru á Suðausturlandi. Óskað er eftir erindum á sviði hug- og félagsvísinda sem falla að þessu efni. Tillögur að erindum sendist til Írisar Ellenberger, formanns Sagnfræðingafélagsins, netfang irisel@hi.is og Soffíu Auðar Birgisdóttur, sérfræðings á Háskólasetrinu á Höfn, netfang: soffiab@hi.is, fyrir 15. febrúar. Nánari upplýsingar má einnig fá í síma: 8614832 (Íris) og 4708042 eða 8482003 (Soffía Auður).

Markmiðið með landsbyggðaráðstefnunum er m.a. að hlúa að staðbundnum rannsóknum og fræðastörfum á landsbyggðinni og gefa fólki kost á að miðla
þeim rannsóknum sem unnar eru á sviði hug- og félagsvísinda á landsvísu. Ávallt er leitast við að hafa ráðstefnurnar þverfaglegar og fá fyrirlesara
af ólíkum fræðasviðum auk heimamanna á hverju svæði fyrir sig. Ráðstefnuhaldinu er einnig ætlað að vekja áhuga fræðimanna af höfuðborgarsvæðinu á einstökum svæðum landsbyggðarinnar og taka fyrir efni sem eru knýjandi í fræðilegri umræðu. Þessar ráðstefnur hafa verið mjög fjölsóttar af fræðimönnum sem og stúdentum.This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com