laugardagur, 14. nóv 2009

Velferðarríkið og efnahagskreppur á Íslandi

Næstkomandi þriðjudag heldur Guðmundur Jónsson prófessor erindi í hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er kreppa? en erindi hans nefnist Velferðarríkið og efnahgaskreppur á Íslandi.

Ísland er hvikult land ekki aðeins í jarðfræðilegum skilningi heldur einnig efnahagslegum. Hér hafa hagsveiflur verið tíðari og öfgafyllri  en í flestum ríkjum Evrópu amk. síðan á 19. öld og hafa þær oft leitt til snöggra breytinga á lífskjörum almennings. Í erindinu er leitast við að svara þeirri spurningu hvaða afleiðingar þessi efnahagslegi óstöðugleiki hefur haft á þróun velferðarríkisins á Íslandi.

Sumir fræðimenn halda því fram að lönd með opin hagkerfi búi við meiri óstöðugleika en önnur og hafi því almenningur þrýst á stjórnvöld um að koma á sterku félagslegu öryggisneti. Þannig megi skýra hin öflugu velferðarríki Norðurlanda. Ætli þessi kenning eigi við um Ísland? Eða hefur óstöðugleikinn verið svo mikill á Íslandi að hann hafi leitt til hins gagnstæða: hindrað að hér festist í sessi jafnvíðtækt velferðarkerfi og annars staðar á Norðurlöndum – velferðarkerfi sem byggist á almennum félagslegum og efnahagslegum réttindum?
Sem fyrr hefst fundurinn kl. 12.05 í Þjóðminjasafni Íslands og er ókeypis og öllum opinn.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com