sunnudagur, 18. okt 2009

Ímyndarkreppa Skálholts og viðreisn þess um miðja síðustu öld

Skúli Sæland sagnfræðingur mun fjalla um viðreisn Skálholts á 20. öld  í fyrirlestri í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, nk. þriðjudag þann 20. október. Um aldamótin 1900 var Skálholtskirkja í slæmu ásigkomulagi og þótt ætlunin væri að vígja bæði biskup og vígslubiskup þar tæpum áratug síðar var það ekki mögulegt vegna ástands staðarins. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig viðhorf landsmanna breytist gagnvart bágu ástandi Skálholts er líður á öldina þar til Skálholtsstaður fær stimpilinn þjóðarskömm. Skoðuð verður umræðan um Skálholt og deilur um viðreisnarhugmyndir sem komu fram og ollu þrátefli á þingi og innan kirkjunnar sem leystist ekki fyrr en Sigurbjörn Einarsson og félagar sóttu stuðning beint til almennings líkt og Eva Joly gerði við upphaf rannsóknar bankahrunsins.

Skúli lauk B.A. prófi í sagnfræði árið 1991 og stundar nú nám í Hagnýtri menningarmiðlun og safnafræðum og er rannsókn hans á endurreisn Skálholts hluti af MA-verkefni hans.

Sem fyrr hefst fundurinn kl. 12.05 í Þjóðminjasafninu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com