þriðjudagur, 29. sep 2009

Hugh Reid: Áskriftarlistar við bókaútgáfu á átjándu öld

Fyrsti kvöldfundur vetrarins verður haldin miðvikudaginn 30. september kl. 20:00 í húsi Sögufélags við Fischersund. Þar mun Dr. Hugh Reid halda fyrirlestur um áskriftalista við bókaútgáfu á átjándu öld. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Þótt ýmsir fræðimenn hafi rannsakað notkun áskriftarlista við bókaútgáfu á átjándu öld er margt enn ókannað í þessum efnum. Til dæmis mætti spyrja hvernig Alexander Pope tókst að ná undir sig fótum fjárhagslega með því að gefa út bækur á þennan hátt, eða hvers vegna fleiri konur gerðust áskrifendur að sumum verkum hans frekar en öðrum sem gefin voru út í áskrift. Hvað getur hlutfall kvenna, prestlærðra, kaupmanna eða annarra í hópi áskrifenda sagt okkur um það hvað hverjir lásu hverju sinni? Hvernig fór útgáfa bóka í gegnum áskrift fram? Hve viðamikil var sú aðferð í samanburði við annars konar bókaútgáfu? Hverjir gerðust áskrifendur að bókum og hvers vegna? Reynt verður að svara spurningum af þessu tagi í fyrirlestrinum.

Dr. Hugh Reid kennir við enskudeild Carleton University í Ottawa í Kanada. Hann lauk doktorsnámi frá University of London og hefur rannsakað ýmis svið bókmennta og sögu 18. aldar, einkum bókaútgáfu og rithöfundana Joseph Warton og Thomas Warton, eldri og yngri.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com