fimmtudagur, 23. apr 2009

Anna Agnarsdóttr: Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?

Anna Agnarsdóttir prófessor flytur erindið „Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?“ þriðjudaginn 28. apríl kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?

Í lýsingu á erindinu segir:

Íslendingar áttu sína lýðræðisbyltingu eins og Englendingar, Frakkar og Bandaríkjamenn. En ólíkt hinum hafði hún nánast engin áhrif. Af hverju? Í fyrstu auglýsingu Jörgensens, 26. júní 1809, var tekið fram að ef Íslendingar hlýddu ekki yrðu þeir handteknir, „heimtir fyrir stríðsrétt“ og skotnir „innan tveggja tíma“. Voru Íslendingar skíthræddir? Þorðu þeir ekki að andæfa? Danir gerðu mikið grín að Íslendingum fyrir að láta þessa „kátlegu stjórnarbyltingu“ yfir sig ganga. Hvernig má útskýra aðgerðarleysi landsmanna? Stóð Íslendingum alveg á sama?

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com