fimmtudagur, 16. apr 2009

Skemmtiferð sagnfræðinga í Borgarnes

Nú þarf áhugafólk um leikhús, Sturlungu, mat, Borgarnes og samveru sagnfræðinga að taka frá laugardaginn 9. maí!

Sagnfræðingafélag Íslands hyggst standa fyrir sameiginlegri ferð félagsmanna (með mökum eða vinum) vestur í Borgarnes, hvar ferðalangar munu snæða saman ljúffenga máltíð á Landnámssetrinu og fara að því loknu á sýningu, eða sagnaþátt Einars Kárasonar, er nefnist Stormar og styrjaldir og fjallar um atburði Sturlungaaldar á sinn einstaka hátt.

Samkvæmt dagskrá verður farið í rútu úr bænum (frá Landsbóksafni) um klukkan 17 og haldið sem leið liggur vestur í Borgarnes. Matur er á boð borinn um klukkan 18, en leiksýning hefst stundvíslega klukkan 20.00. Áætluð heimkoma er upp úr klukkan 22.

Hægt er að velja á milli tveggja tilboða í mat:

A)
Hlaðborð: Súpa og nýbakað brauð, ferskt salat, pastaréttur, kjúklingasalat, lambasteik, fiskréttur dagsins, ofnbakað rótargrænmeti,ofnsteiktir kartöflubátar, hrísgrjón og döðlu- og rósmarínsósa.

B)
Súpa seiðkonunnar: Tómatlöguð matarmikil kjötsúpa með íslenskum jurtum, piparrótarrjóma og nýbökuðu brauði.

Þeir sem velja kost A) greiða 6.000 krónur fyrir rútuferð, mat og sýningu, en þeir sem velja kost B) greiða 4.000 krónur fyrir rútuferð, mat og sýningu.

Þetta er tilboð sem vert er að skoða og þar sem sætaframboð er takmarkað við 30 sæti, þurfa áhugasamir að hafa hraðar hendur. Hægt er að panta miða hjá Írisi Ellenberger formanni SÍ (irisel@hi.is) eða Guðbrandi Benediktssyni, varaformanni SÍ (gudbrandur.benediktsson@reykjavik.is).

Pantanir þurfa að hafa borist fyrir föstudaginn 24. apríl - þar sem tilgreindur er fjöldi ferðalanga og hvort menn kjósa tilboð A eða B.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com