laugardagur, 11. apr 2009

Loksins ertu sexí!

Erindi Unnar Maríu Bergsveinsdóttur „Loksins ertu sexí! Íslenskur menningararfur í meðförum pönkara“ verður flutt þriðjudaginn 14. apríl kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?

Í lýsingu á erindinu segir:

Menningarkimar hverskonar hafa löngum verið vettvangur andófs. Hverskonar samfélagslegar sviftingar og breytingar á valdajafnvægi má nýta til þess að víkka út þær glufur sem þegar eru til staðar og til þess að laða að nýja þátttakendur. Á slíkum stundum eru fyrstu viðbrögð valdhafanna jafnan virkar tilraunir til þess að draga, í gegnum orðræðu, úr trúverðugleika þeirrar hugmyndafræði sem menningarkiminn stendur fyrir.

Pönkið kom til Íslands á þeim tíma erÍsland var í þann veg að öðlast fullan aðgang að erlendri dægurmenningu. Í fjölmiðlaumræðu þess tíma er auðvelt að greina klassísk átök milli handhafa hins ríkjandi menningarforræðis og þeirra sem kröfðust þess að fá að taka þátt í endurskilgreiningu hins góða smekks. Með því að greina þá umræðu koma í ljós ýmsar áhugaverðar hliðar á þeim átökum sem gátu af sér íslenska pönkið, sérstæða blöndu af þjóðerniskennd og höfnunar hefðbundinnar íslenskrar sjáflsmyndar.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com