fimmtudagur, 26. mar 2009

Sigurður Líndal: Andófið gegn Atlantshafsbandalaginu 30. marz

Sigurður Líndal prófessor flytur erindið „Andófið gegn Atlantshafsbandalaginu 30. marz“ þriðjudaginn 31. mars kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?

Í lýsingu á erindinu segir:

Í upphafi verður stuttlega rakinn aðdragandinn að stofnun Atlantshafsbandalagsins, inngöngu Íslands og deilum sem fylgdu. Megináherzlan verður lögð á atburði dagana 28.-30. marz 1949, eða frá því að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að henni yrði fyrir hönd Íslands heimilað að gerast eitt stofnríkja Atlantshafsbandalagsins var lögð fyrir Alþingi þar til hún var samþykkt 30. marz eftir harðvítugar deilur bæði utan þings og innan. Nokkrar óeirðir urðu að kvöldi 29. marz sem mögnuðust í harðvítug átök daginn eftir. Fyrirlesari var á vettvangi framangreinda daga og lýsir eigin reynslu og því hvernig hann skynjaði atburðina. Loks verður leitazt við að bera saman atburðina 30. marz við síðari andófsaðgerðir.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com