þriðjudagur, 16. sep 2008

Af hlaðborði aldarinnar. Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu

Ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar, Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu verður haldin í Iðnó laugardaginn 27. september 2008 kl. 14 - 17.

Dagskrá:

14:00 Setning málþings – Laufey Steingrímsdóttir, formaður félagsins Matur – saga – menning, býður gesti velkomna.

14:05 Margrét Guðjónsdóttir: Skáli um þjóðbraut þvera. Upphaf greiðasölu á Íslandi.

14:35 Magnús Sveinn Helgason: Hófleg neysla og hóflegt vöruframboð. Hömluleysi og sóun sem vandamál kapítalískra neysluhátta.

15:05 Guðmundur Jónsson: Vísitölubrauðin: Hvernig hið opinbera mótaði brauðsmekk Íslendinga.

15:35 Sólveig Ólafsdóttir: Meyjarhumar og hákarl. Íslenskt matarsetur í Lundúnum.

16:05 Rúnar Marvinsson: Vakning á Búðum. Puntstrá og villibráð

16:35 Umræður.

Fundarstjóri er Unnur María Bergsveinsdóttir, verkefnisstjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu .

Að ráðstefnunni stendur félagið Matur – saga – menning, í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands og ReykjavíkurAkademíuna.

Í lok ráðstefnunnar efna félögin til hátíðarkvöldverðar í Iðnó og hefst dagskráin með fordrykk kl. 19.00. Gengið verður til borðs kl. 20.00 og á boðstólnum verða sýnishorn af hátíðarréttum liðinnar aldar.

Forréttur:
Dádýracarpaccio með furuhnetum og fetaosti.

Milliréttur:
Rækjukokteill með ristuðu brauði.

Aðalréttur:
Fjallalamb níunda áratugarins.

Eftirréttur:
Bóndadóttir með blæju. Kaffi, koníak eða líkjör

Veislustjóri verður Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur og ræðumaður kvöldsins mun varpa ljósi á mat úr óvæntri átt.

Félagsmönnum gefst kostur á að kaupa miða á hátíðar kvöldverðinn hjá Sólveigu Ólafsdóttur. framkvæmdastjóra Reykvíska eldhússins (solveig@simnet.is s. 8921215) eða Unni Maríu Bergsveinsdóttur framkvæmdastjóra ráðstefnunnar (unnurm@bok.hi.is s. 6910374). Miðaverð er kr. 8.000. Vinsamlega tryggið ykkur miða í tíma þar sem sætafjöldi er takmarkaður.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com