Archive for day 16. sep 2008

þriðjudagur, 16. sep 2008

Af hlaðborði aldarinnar. Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu

Sagnfræðingafélag Íslands er ásamt félaginu Matur -saga - menning og Reykjavíkur Akademíunni einn aðstandenda ráðstefnu sem verður haldin 27. september næstkomandi í Iðnó klukkan 14-17. Ber hún heitið Af hlaðborði aldarinnar. Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu. Fjallað verður um upphaf veitingasölu, matarmenningu á tímum hafta og skömmtunar, ímynd íslenska eldhússins, tilraunir íslenskra stjórnvalda til […]

Read more...

Hlaðvarp - Kalda stríðið - dómur sögunnar

Erindi Björns Bjarnasonar, Kalda stríðið - dómur sögunnar, er nú aðgengilegt á .mp3 formi hér á síðu Sagnfræðingafélagsins. Erindið flutti Björn í Þjóðminjasafni Íslands þriðjudaginn 16. september 2008. Smellið hér til að hlýða á erindið. Einnig má nálgast texta erindisins á heimasíðu Björns.

Read more...

RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.