föstudagur, 12. sep 2008

Kalda stríðið - dómur sögunnar

Þriðjudaginn 16. september flytur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, hádegisfyrirlesturinn Kalda stríðið - dómur sögunnar.

Í erindinu verður minnt á hernaðarlegt gildi Íslands á tímum kalda stríðsins og beinir höfundur athygli að þeim þætti átakanna milli austurs og vesturs, enda tók hann einkum til máls um þann þátt í umræðum á sínum tíma. Vakið er máls á nauðsyn þess, að veittur sé sem bestur aðgangur að öllum skjölum um kalda stríðið. Mikilvægt sé, að átta sig á þeim þáttum, sem vógu þyngst við töku ákvarðana um öryggis- og varnarmál. Það er mat höfundar, að á tíunda áratug síðustu aldar hafi næsta hávaðalítið verið rætt um stöðu Íslands í kalda stríðinu. Morgunblaðið hafi til dæmis ákveðið að hlífa þeim við uppgjöri, sem harðast vógu að blaðinu og heiðri þess á tímum kalda stríðsins. Síðan 2006 hafi umræður hins vegar verið líflegar vegna umræðna um hleranir lögreglu. Höfundur mun rekja þær umræður í erindi sínu. Hann telur fráleitt að bera það, sem hér gerðist við eftirlit með einstaklingum, saman við aðgerðir öryggislögreglu í Noregi. Hér hafi ekkert komið fram til stuðnings ásökunum um ólögmætar aðgerðir yfirvalda.

Að erindinu loknu gefst sagnfræðingum og öðrum tækifæri til að varpa fram spurningum og gera athugasemdir. Erindið fer fram, líkt og önnur erindi fyrirlestraraðarinnar, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com