þriðjudagur, 9. sep 2008

Hádegisfundir veturinn 2008-9

Nú haustar og því hefjast hádegisfyrirlestrar Sagnfræðinga félagsins á ný. Í þetta sinn munu fyrirlesarar reyna að svara spurningunum "Hvað er að óttast?" og "Hvað er andóf?". Dagskrá vetrarins er á þessa leið:

2008 - Hvað er að óttast?

16. september
Björn Bjarnason: Kalda stríðið - dómur sögunnar.

30. september
Guðni Th. Jóhannesson: „Með því að óttast má ...“ Ástæður símhlerana í kalda stríðinu.

14. október
Guðmundur Jónsson: „Hallærasamt land en þó ekki óbyggjandi.“ Um efnahagskreppur á Íslandi og óttann við þær.

28. október
Viggó Ásgeirsson: Óttinn við sjúkdóma: Spænska veikin og fuglaflensan.

11. nóvember
Hallfríður Þórarinsdóttir: Júðar, negrar og tataralýður – ótti, ógn og meintir útlenskir óvinir Íslands.

25. nóvember
Óttar Guðmundsson: „ Best værirðu geymdur á Kleppi!“ Fordómar gegn geðsjúkum á liðinni öld.

9. desember
Kristín Loftsdóttir: Framandi trú og kristnar rætur Íslands: Óttinn við að glata íslenskri menningu í fjölmenningarlegu samfélagi.

2009 - Hvað er andóf?

20. janúar
Kjartan Ólafsson: Hetjudáð eða hermdarverk?

3. febrúar
Lára Magnúsardóttir: Ótti við andóf veldur andófi og ótta.

17. febrúar
Árni Daníel Júlíusson: Andóf í akademíunni.

3. mars
Jón Ólafsson: Þversögn andófsins.

17. mars
Anna Agnarsdóttir: Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?

31. mars
Sigurður Líndal: Andófið gegn Atlandshafsbandalaginu 30. marz.

14. apríl
Unnur María Bergsveinsdóttir: „Loksins ertu sexí!“ Íslenskur menningararfur í meðförum pönkara.

28. apríl
Ragnar Aðalsteinsson: Þýðing andófs fyrir lýðræðislega þróun réttarins.

Hádegisfundir Sagnfræðingafélags Íslands fara fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com