fimmtudagur, 20. mar 2008

Ólíkar hugmyndir um varðveislu fornminja á fyrri hluta nítjándu aldar

Þriðjudaginn 25. mars flytur Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir,doktorsnemi í sagnfræði við háskólann í Gautaborg og gestafræðimaður á Þjóðminjasafni Íslands, hádegisfyrirlesturinn Ólíkar hugmyndir um varðveislu fornminja á fyrri hluta nítjándu aldar.

Árið 1807 var Hinni konunglegu fornleifanefnd komið á fót í Kaupmannahöfn. Nefndinni var ætlað að friða fornleifar í ríkjum Danakonungs og safna forngripum til Fornnorræns safns sem staðsetja átti í höfuðstað ríkisins. Þó að meginorsök fyrir stofnun nefndarinnar hafi verið hröð eyðing fornminja í Danmörku í lok 18. aldar þá er hugmyndafræðilegur bakgrunnur rakinn til vaxandi áhuga á norrænni fornfræði og vaxandi áhrifa rómantísku stefnunnar í Danmörku. Fræðilegar tilraunir fornfræðinga til þess að varpa ljósi á sögulega þróun á forsögulegum tímum gengu nokkuð gegn rómantískum hugmyndum um andlegt samband við fortíð og forfeður. Þessi mismunandi nálgun í hugmyndum kom skýrt fram í sýninni á hvers vegna og hvernig átti að varðveita fornminjar og kristallast m.a. í samstarfi fornfræðingsins Finns Magnússon og hins rómantíska Jónasar Hallgrímssonar á árunum 1839-1842. Á ferðum Jónasar um Ísland skoðaði Jónas fornminjar fyrir Finn og sendi honum reglulega skýrslur til Kaupmannahafnar. Skýrslurnar nýtti Finnur í fræðilegum skrifum meðan að í dagbókum Jónasar og í smásögunni Hreiðars-hóll er að finna öllu rómantískri sýn á fornminjarnar.

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com