sunnudagur, 10. feb 2008

Bókafundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands

Hinn árlegi bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldinn miðvikudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í húsakynnum Sögufélags í Fischersundi. Eftirfarandi bækur, sem komu út árið 2007, verða teknar til umfjöllunar:

  • Silfur hafsins - gull Íslands: síldarsaga Íslendinga: margir höfundar.
    Framsögumaður: Guðmundur Jónsson sagnfræðingur
  • Kristín Jónsdóttir, "Hlustaðu á þína innri rödd". Kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalisti 1982-1987
    Framsögumaður: Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur
  • Friðrik G. Olgeirsson, Snert hörpu mína : ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi
    Framsögumaður: Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur

Áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í umræðum. Hver framsögumaður talar í 10 til 15 mínútur og svo taka við almennar umræður. Léttar veitingar verða að venju á boðstólum á vægu verði. Hlökkum til að sjá sem allra flesta.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com