föstudagur, 2. nóv 2007

Uppruni Evrópu

Þriðjudaginn 6 nóvember verður fimmti hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins í haust haldinn. Sverrir Jakobsson sagnfræðingur fjallar um uppruna Evrópu.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um tilurð Evrópuhugtaksins, hvenær það fékk pólitískt mikilvægi og í hvaða sögulega samhengi það gerðist. Meðal þeirra sem koma við sögu eru Seifur, Mínos konungur, Heródótos, Nói og synir hans, heilagur Ágústín, Urban II páfi, Pius II páfi, Cervantes, Richelieau kardínáli, Samuel Purchas, Montesqueiu og Voltaire. Framlag þessara karla til sköpunar Evrópu og orðræða um þetta fyrirbæri fram á 18. öld verður vegin og metin á 40 mínútum en að lokum verður vikið að evrósentrískri heimsmynd 19. aldar og stöðu Evrópu í nútímanum. Hvaða máli skiptir saga umræðunnar um Evrópu fyrir sjálfsmynd Evrópumanna nú á dögum?

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com