föstudagur, 4. maí 2007

Stefnir í stjórnarkreppu? Fordæmi úr fortíðinni

Málþing um stjórnarmyndanir verður haldið föstudaginn 4. maí á milli klukkan 12:00 og 13:30 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Þingið er haldið á vegum Sagnfræðingafélags Íslands, Stofnunar um stjórnsýslu og stjórnmál og Morgunblaðsins.

Dagskrá:

  • Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur: Þingræði og myndun ríkisstjórna, 1944-1959.
  • Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur: Stjórnarandstöðumyndunarviðræður, 1971-1995.
  • Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur: Hverju breyttu kosningar?
  • Agnes Bragadóttir blaðamaður: Stjórnarmyndunarkostir í kjölfar kosninga.

Fundarstjóri verður Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com