fimmtudagur, 12. apr 2007

Ævar Kjartansson: Sagan sögð í útvarpi

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands
Þriðjudaginn 17. apríl 2007, kl. 12:05-12:55
Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill

Ævar Kjartansson: Sagan sögð í útvarpi.

Vísun í erindi:

Ýmsar sögur eru sagðar í útvarpi. Í 77 ár hefur Ríkisútvarpið, rétt einsog aðrar evrópskar þjóðmenningarstöðvar, verið farvegur margs konar sagna, einkasagna og þjóðarsögu. Þeir sem hafa setið við þetta fljót talaðs máls og tóna, hafa fengið ákveðið yfirlit um samtíð sína og á stundum innsýn í íslenska menningarsögu. En er þessi munnlegi straumur höndlanlegur? Er þessi saga skráð? Eru hljóðrit Ríkisútvarpsins einungis stakir jakar í straumnum sem tilviljanakennt skjótast upp á yfirborðið aftur? Eða er komið að tímamótum? Í fyrirlestrinum verða nokkrir sögulækir greindir og því velt fyrir sér hvort ný tækni, hlaðvarpið (podcast), geri mögulegt að stíga aftur og aftur í sama fljótið.

Höfundur er útvarpsmaður


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com