sunnudagur, 1. apr 2007

Ferð til fortíðar. Sögusýningar á Íslandi

Sagnfræðingurinn Eggert Þór Bernharðsson heldur erindið Ferð til fortíðar. Sögusýningar á Íslandi. þiðjudaginn 3. apríl 2007 milli klukkan 12.05 og 12.55. Fyrirlestur Eggerts er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem fram fer í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Íslendingar eru safna- og sýningaglöð þjóð en á Íslandi eru einna flest söfn í Evrópu miðað við mannfjölda. Talsverð gróska hefur verið í safna- og sýningageiranum á undanförnum árum og sögusýningar hafa verið fjölsóttar, en á tíu ára tímabili hefur gestafjöldi að söguminjasöfnum nærri þrefaldast. Í erindinu verður meðal annars rætt um þessa fjölgun, stöðu safna í samfélaginu og breytt viðmið og viðhorf í sýningagerð. Jafnframt verður fjallað um áherslur í efnisvali á sýningum og hugað að þeirri sögusýn sem þar birtist. Auk þessa verður athugað hvaða leiðir séu helst farnar til að koma til móts við gesti með fjölbreyttum aðferðum í miðlun efnis á sýningum og hugað að hlut samtímasögunnar á söfnum og setrum.

Fyrirlesari er sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Kristínu Svövu Tómasdóttur, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið kristinsvava@gmail.com

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com