þriðjudagur, 6. mar 2007

Þorskastríðin 1958-1976

„Þorskastríð Breta og Íslendinga 1958-1976. Hugleiðingar um ólíka þjóðarhagsmuni, ójafnað í hernaði, stjórnun fjölmiðla og vald stjórnvalda yfir herafla.“

Fyrirlestur í boði Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, föstudaginn 9. mars kl. 12:00-13:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlesturinn verður á ensku.

Fyrirlesari er Andrew Welch, fv. kapteinn í breska sjóhernum, og höfundur nýrrar bókar um þorskastríðin, „The Royal Navy in the Cod Wars. Britain and Iceland in Conflict 1958-1976“. Welch gekk í breska sjóherinn 1968 og lét þar af störfum fyrir fjórum árum. Hann tók m.a. þátt í Falklandseyjastríðinu, vann í höfuðstöðvum ítalska flotans þegar Júgóslavía var í upplausn og flota- og flugráðgjafi (Naval and Air Adviser) við sendiráð Bretlands í Pakistan þegar árásirnar á tvíburaturnana og innrásin í Afganistan urðu og seinna Íraksstríðið hófst.

Eftir að Welch settist í helgan stein hefur hann ekki aðeins skrifað bók um þorskastríðin heldur gengið frá Kantaraborg til Rómar og siglt um höfin á eigin skemmtibát.

Bók Andrews Welch um breska sjóherinn í þorskastríðunum er fyrsta fræðirit Breta um þau átök og fengur að henni fyrir áhugamenn um íslenska samtímasögu. Sama gildir vitaskuld um fyrirlesturinn á föstudaginn.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com