föstudagur, 2. mar 2007

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 6. mars 2007

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 6. mars 2007.
Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Þjóðveldisöldin kvikmynduð – Ágúst Guðmundsson

Útdráttur höfundar:
Þegar kvikmynda á eitthvað sem gerist á fyrri tímum fer hópur fólks í rannsóknarvinnu til að finna út eitt og annað um viðkomandi tíma. Þegar kemur að því tímabili sem Íslendingasögurnar gerast á, þjóðveldisöldinni, er þessi rannsóknarvinna talin einkar nauðsynleg, vegna þess hve lítið er í rauninni um þessa tíma vitað.

En einmitt þess vegna er afar erfitt að hafa allt sagnfræðilega “rétt” í kvikmynd sem fjallar um þjóðveldisöldina. Það má forðast augljósar tímaskekkjur, það má beita ýmsum aðferðum við að nálgast tímabilið, en eftir stendur sú staðreynd að það er í rauninni fleira sem við vitum ekki um forfeður okkar fyrir þúsund árum heldur en það sem við vitum. Stundum má jafnvel að efast um þær ályktanir sem dregnar eru af þeim fáu fornleifum sem þó hafa fundist. Segja þau föt sem fundist hafa í gröfum endilega alla sögu um klæðnað fyrir þúsund árum, svo dæmi sé tekið?

Svo vaknar líka spurningin: Er endilega heppilegt fyrir kvikmyndina sem á að taka að leita lausnanna í fornleifafræðinni?


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com