sunnudagur, 25. feb 2007

Hvað er Írak? Ástandið í Írak og sagnfræðilegar rannsóknir

Fyrirlestur Magnúsar Þorkels Bernharðssonar í boði Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sagnfræðingafélags Íslands í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, fimmtudagskvöldið 1. mars, kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Hvað er eiginlega að gerast í Írak? Hvernig ber að meta og skilja ástandið þar? Hvað getur saga Íraks skýrt fyrir okkur um ástandið nú og framtíðarhorfur? Í þessum fyrirlestri verður fjallað um helstu sagnfræðilegu rannsóknir um stjórnmál, trúarbrögð, og samfélag Íraka síðstu 30 árin. Fjallað verður um þá þekkingu og þær forsendur sem fræðasamfélagið gaf sér árin 1990 og 2003 og að hvaða leyti er sú staða sem nú er komin upp í Írak frábrugðin öðrum tímabilum þessa lands? Að lokum verður fjallað um fræðilegar rannsóknir á sögu Íraka í dag.

Magnús Þorkell Bernharðsson er lektor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets. Hann hefur lengi stundað rannsóknir á fræðasviði sínu og er m.a. höfundur bókarinnar Píslarvottar nútímans: samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com