miðvikudagur, 21. feb 2007

Styrkur úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar

Ákveðið hefur verið að veita styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fyrir árið 2007, kr. 400.000.

Í 4. grein skipulagsskrár sjóðsins stendur:

Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagnfræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka - og vinna að ritum um - sérstök verkefni er varða sögu Íslands eða efni því nátengt. Veita má manni styrk til sams konar verkefna er eigi hefur verið í Háskóla Íslands og er sérstakar ástæður mæla með því að mati stjórnar og öll stjórnin er sammála þar um.

Umsóknum ber að skila á skrifstofu hugvísindadeildar Háskóla Íslands í Nýja Garði, eigi síðar en 10. mars nk.

(Fréttatilkynning frá stjórn Sagnfræðisjóðs dr. Björns Þorsteinssonar).


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com