mánudagur, 19. feb 2007

Hádegið 20. febrúar

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 20. febrúar 2007.
Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Í hádeginu þriðjudaginn 20. febrúar fjallar Ómar Ragnarsson um heimildamyndagerð. Ómar mun sérstaklega ræða mynd sem hann er að vinna að um þessar mundir er nefnist “Brúarjökull og innrásirnar í Ísland”. Myndin fjallar um flugvallarstæði rétt norðan við Brúarjökul, sem þýskur prófessor merkti árið 1938 og hefði getað komið
að góðum notum fyrir Luftwaffe í tengslum við magnaða áætlun Þjóðverja um innrás í Ísland 1940.
Frekari upplýsingar um þáttagerð Ómars Ragnarssonar má finna á vefslóðinni www.hugmyndaflug.is

Ómar Ragnarsson er fréttamaður. Hann hefur gert fjölda heimildaþátta fyrir sjónvarp og ýmsa þætti sem tengjast sögu Íslands, þar á meðal fjölda þátta um fréttir 20. aldarinnar.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com