þriðjudagur, 23. jan 2007

BÓKAFUNDURINN

Hinn árlegi bókafundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsakynnum Sögufélags í Fischersundi, þriðjudagskvöldið 30. janúar kl. 20:00.

Ritin sem fjallað verður um eru:
- Upp á sigurhæðir eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur. Umfjöllun: Sigríður Th. Erlendsdóttir.
- Erlendir straumar og íslensk viðhorf eftir Inga Sigurðsson. Umfjöllun: Páll Björnsson.
- Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson. Umfjöllun: Rósa Magnúsdóttir.
- Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson. Umfjöllun: Gunnar Karlsson.
- Saga Íslands, 8. bindi eftir Lýð Björnsson, Guðbjörn Sigurmundsson og Þóru Kristjánsdóttur. Umfjöllun: Bragi Þorgrímur Ólafsson.
- Íslenskir sagnfræðingar I og II. Ritstjórar að fyrsta bindi eru Ívar Gissurarson, Páll Björnsson, Sigurður Gylfi Magnússon og Steingrímur Steinþórsson. Ritstjórar að seinna bindi eru Loftur
Guttormsson, Páll Björnsson, Sigrún Pálsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon. Umfjöllun: Anna Agnarsdóttir.

Fundarstjóri verður Ólafur Rastrick, sagnfræðingur og doktorsnemi.

Hver framsaga verður 10 mínútur, síðan taka við umræður. Kaffi verður á boðstólum og léttar veitingar á léttu verði.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com