miðvikudagur, 17. jan 2007

Sögukennsla: Nema hvað? Hvernig?

Annar hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins á þessu ári, þriðjudaginn 23. janúar 2007, kl. 12:05-12:55 í fyrirlestrasal Þjóminjasafns Íslands. Aðgangur ókeypis og öllum heimill.

Af og til sprettur upp umræða um kanón í sagnfræði og sögukennslu enda hafa allir skoðun á því hver er nauðsynlegasta söguþekkingin. Þegar gerðar voru miklar breytingar á aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla fyrir nokkrum árum var töluvert rætt um hversu mikla sögu ætti að kenna í skólum og það umræðuefni er aftur komið á dagskrá nú þegar hugsanlega á að gera róttækar breytingar á námsskipan framhaldsskólanna. Með öðrum orðum, það gerist vissulega af og til að menn velta fyrir sér hvað eigi að kenna í sögu - eða hversu miklum tíma eigi að verja til þess en á hinn bóginn er afar sjaldan rætt um hvernig eigi að nota þann tíma, hvernig best sé að kenna sögu.

Um þetta verður fjallað í hádegisfyrirlestrinum enda illmögulegt að greina á milli þess sem kennt er og þeirra kennsluaðferða sem beitt er. Áhugavert er fyrir þá sem kenna sögu á öllum skólastigum - og aðra - að velta þessum tengslum fyrir sér.

Margrét Gestsdóttir er sögukennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla og stundakennari í kennslufræði við Háskóla Íslands. Hún er í stjórn EUROCLIO, Evrópusamtaka sögukennara.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com