miðvikudagur, 11. okt 2006

Aðalfundur Sögufélags

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laugardaginn 14. október í húsakynnum félagsins að Fischersundi 3 og hefst kl. 15:00.

1. Venjuleg aðalfundarstörf (ca. 45 mínútur)

2. Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur flytur fyrirlestur: Krústsjov í Ameríku: Skilningur Sovétborgara á "friðsamlegri sambúð" við Bandaríkin árið 1959.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um viðbrögð Sovétmanna við ferð Krústsjovs til Bandaríkjanna í september árið 1959. Bréfaskriftir til yfirvalda voru algeng iðja í bæði Rússlandi keisaraveldisins og Sovétríkjunum en árið 1959 má greina ný umræðuefni og nýjan tón í bréfaskrifum. Augljóst er að bréfritarar höfðu orðið fyrir áhrifum af afhjúpun Krústsjovs á glæpum Stalíns og eins ýtti lenínísk orðræða Krústsjovs um friðsamlega sambúð við Bandaríkin undir væntingar Sovétborgara um bættan hag og lífsskilyrði. Innihald bréfanna verður sett í samhengi við ímynd Bandaríkjanna í
Sovétríkjunum og viðleitni sovéskra stjórnvalda til að hafa stjórn á hugmyndum Sovétmanna um höfuðóvininn í vestri.

Rósa lauk doktorsprófi í sagnfræði frá University of North Carolina at Chapel Hill í ágúst síðastliðnum og er nú RANNÍS-styrkþegi hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com