fimmtudagur, 5. okt 2006

Stalíngrad og Berlín. Sagnfræðirannsóknir í Rússlandi

Þriðjudaginn 10. október heldur Antony Beevor fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í hátíðasal Háskóla Íslands. Beevor er heimskunnur rithöfundur og sagnfræðingur; bækur hans hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á fjölda tungumála. Þekktust má telja verk hans um orrustuna um Stalíngrad og fall Berlínar en hann vinnur nú að riti um D-daginn 1944. Beevor er hingað kominn til þess að kynna íslenska þýðingu Berlínarbókarinnar sem bókaútgáfan Hólar gefur út.

Fyrirlestur Beevors nefnist Stalíngrad og Berlín. Sagnfræðirannsóknir í Rússlandi. Fyrirlesturinn er hluti hádegisfundaraðar Sagnfræðingafélags Íslands og verður í hátíðasal Háskóla Íslands (aðalbyggingu) en ekki Þjóðminjasafni Íslands eins og venja er. Sérstök athygli er vakin á þessum breytta fundarstað. Tímasetning er hins vegar óbreytt, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Nánari upplýsingar um Antony Beevor og verk hans má finna á www.antonybeevor.com


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com