mánudagur, 2. okt 2006

Tölvunámskeið fyrir sagnfræðinga.

Í septembermánuði sendum við auglýsingu á Gammabekku þar sem áhugi sagnfræðinga fyrir Access gagnagrunnsnámskeiði var kannaður. Undirtektir voru það góðar að ákveðið hefur verið að halda námskeið á vegum Tölvu-og verkfræðiþjónustunnar og er tímasetning miðuð við miðjan nóvember. Hámarkskostnaður hvers og eins er 22.000 krónur en lækkar ef ákveðinn lágmarksfjöldi þátttakenda næst. Námskeiðslýsing er hér að neðan og þátttaka tilkynnist á netfangið thorunng@simnet.is fyrir 10. október n.k.

Access námskeið fyrir félag sagnfræðinga

Almennt um námskeiðið:
Þetta námskeið er ætlað öllum þeim sem þurfa að safna upplýsingum, vinna úr þeim og setja fram með fjölbreyttum hætti í Windows. Microsoft Access er mjög fjölhæfur gagnagrunnur sem ekki krefst sérþekkingar notandans á gagnagrunnskerfum til þess að ná árangri. Á námskeiðinu er eftirfarandi kennt:

Forkröfur:
Sá/sú sem vill taka þátt í þessu námskeiði þarf að hafa góða þekkingu á notkun Office forritanna og Windows.

Dagskrá:
Hvernig á að búa til og viðhalda gagnagrunnstöflum, mynda vensl á milli þeirra og tryggja að upplýsingar séu ekki endurskráðar. Að afrita ytri gögn inní töflur. Röðun og síun gagna í töflum.
Að gera fyrirspurnir sem sameina upplýsingar úr mörgum töflum og finna það sem beðið er um og reikna út ný gildi. Innsláttur gagna í fyrirspurnir sem skila sér í töflur. Að búa til skýrar innsláttarmyndir með prófun á innslætti, með hnöppum, valmyndum og fleiru. Uppsetning á skýrslum, sem byggja á mörgum töflum og hafa reiknuð svæði, millisummur og heildarsummur, en einnig er kennd gerð límmiða.

Á námskeiðinu er búinn til einn heilsteyptur gagnagrunnur og í honum tekin margvísleg dæmi sem styrkja þekkinguna á forritinu og nýtast þátttakandanum vel að því loknu.

Markmið:
Að loknu námskeiðinu á þátttakandinn að vera reiðubúinn til þess að búa til eigin gagnagrunna.

Lengd námskeiðs: 15 klukkustundir/22 kennslustundir

Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar Tölvu-og verkfræðiþjónustunnar. Kennslubók er á íslensku, eftir Halldór Kristjánsson, verkfræðing.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com