þriðjudagur, 26. sep 2006

DET TRAUMATISKE ØJEBLIK

DET TRAUMATISKE ØJEBLIK
Fotografiet, differancen og mødet med virkeligheden.

DetTraumatiskeOjeblik

Í ágúst síðastliðnum kom bókin Det traumatiske øjeblik eftir Sigrúnu Sigurðardóttur út í ritröðinni Rævens Sorte Bibliotek hjá forlaginu Politisk Revy í Kaupmannahöfn. Í bókinni fjallar Sigrún um ljósmyndir og áhrif þeirra á endurminningar, sameiginlegt minni og veruleikasýn einstaklinga og hópa fólks. Áhersla er lögð á samspil tungumáls og ljósmynda og skoðað hvað gerist þegar sá veruleiki sem ljósmyndin birtir stangast á við ríkjandi orðræðu. Fjallað er um ólíkar nálganir í ljósmyndafræðinni með áherslu á hið nýja raunsæi sem að einhverju leyti hefur tekið við af póstmódernismanum, bæði í listfræði, ljósmyndafræði og sagnfræði. Í greiningu sinni á ljósmyndir og orðræðuna sem skapast hefur í kringum þær beitir Sigrún meðal annars kenningum Jacques Derrida, Rolands Barthes, Walters Benjamin og Dominicks LaCapra. Í Det traumatiske øjeblik fléttar Sigrún saman fræðilegri umræðu og persónulegri nálgun á sögulega atburði á borð við Írakstríðið og persónulegar endurminningar sem móta umgjörð um daglegt líf.

Bókin er nú til sölu í Bóksölu stúdenta, Pennanum-Eymundsson, verslun Máls og Menningar og í Bókvali, Akureyri.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com