miðvikudagur, 20. sep 2006

Ályktun stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands 20. september 2006

Stjórn Sagnfræðingafélagsins fundaði í dag og voru takmarkanir á aðgangi að opinberum gögnum meðal þess sem var til umræðu. Stjórnin samþykkti eftirfarandi ályktun.

Ályktun stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands 20. september 2006

Í samræmi við siðareglur félagsins lýsir stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðu sinni á þeim takmörkunum á aðgangi að gögnum um símahleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum landsins undanfarið. Sjálfsagt er að ákveðnar reglur gildi um aðgang að skjölum af þessu tagi en afar varhugavert er að þær hömlur vegi þyngra en réttur til rannsókna á liðinni tíð, að teknu tilliti til sjálfsagðra ákvæða um persónuvernd. Einnig eiga einstaklingar, sem hafa rökstuddan grun um að um þá sé fjallað í þeim gögnum sem um ræðir, rétt á því að kanna þau með sömu skilyrðum og aðrir hafa notið. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og reglum um aðgang að opinberum gögnum.

F.h. Sagnfræðingafélags Íslands,
Súsanna Margrét Gestsdóttir

Athygli skal vakin á því að þar sem Guðni Th. Jóhannesson, formaður Sagnfræðingafélags Íslands tengist málinu, bæði með því að hafa verið veittur aðgangur að sumum gögnum en synjað um aðgang að öðrum, vék hann af fundi þegar þessi ályktun var samþykkt, í samræmi við eðlilega starfshætti .


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com