föstudagur, 15. sep 2006

Að skrifa konur inn í þjóðarsögu

Gunnar Karlsson prófessor í sagnfræði flytur hádegisfyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna-og kynjafræðum fimmtudaginn 21. sept. kl. 12.15-13.15 í Norræna húsinu.

Yfirlitsrit um sögu hafa jafnan speglað valdastöðu karla í samfélögum fortíðar og því fjallað margfalt meira um karlmenn en konur. Þetta á jafnt við um svokallaða mannkynssögu sem Íslandssögu og yfirlit fyrir almenning sem námsbækur. Á tímum jafnréttiskröfu er þetta alvarlegt vandamál fyrir fræðigreinina sagnfræði og námsgreinina sögu, og ætlar fyrirlesari að ræða um hugsanlegar leiðir til að bæta úr því.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com