þriðjudagur, 12. sep 2006

Íslenskir sagnfræðingar. Fyrra bindi komið út.

Nýja bókin, Íslenskir sagnfræðingar. Fyrra bindi. Sagnfræðingatal og
saga Sagnfræðingafélags Íslands. Ritstjórar Ívar Gissurarson, Páll
Björnsson, Sigurður Gylfi Magnússon og Steingrímur Steinþórsson, er
komin út. Hún kom úr prenti síðdegis á fimmtudag og eru allir
sagnfræðingar hvattir til að tryggja sér stéttartalið á frábæru verði hjá
útgefanda sem allra fyrst. Pantið núna í gegnum eftirfarandi
veffang: www.skrudda.is. Nýja bókin kostar þessa dagana kr. 5990 en
bæði bindin fást á kr. 9990. Hér er um að ræða tæplega þúsund
blaðsíðna verk í stóru broti.

Athugið að útgefendur verða í Þjóðminjasafninu á næsta þriðjudag,
fyrir og eftir fyrsta hádegisfund Sagnfræðingafélagsins á þessum
vetri, þar sem fólk getur keypt verkin eða sótt pantanir.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com