föstudagur, 10. mar 2006

Engill sögunnar á aðalfundi Sagnfræðingafélags Íslands

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsi Sögufélags við Fischersund í Reykjavík laugardaginn 18. mars. Kl. 16:00, áður en venjuleg aðalfundarstörf hefjast, flytur Sigrún Sigurðardóttir sagnfræðingur og menningarfræðingur fyrirlestur sem nefnist „Engill sögunnar. Um díalektískar myndir, óvæntar minningar og fortíðina í sjálfri mér.“ Í fyrirlestrinum verður fjallað um sam(ráðs)fund fortíðar og nútíðar út frá kenningum Walters Benjamin. Sérstaklega verður hugað að hugmyndum hans um díalektískar myndir, sögu sigurvegaranna og ljósmyndir og þær skoðaðar í samhengi við hugmyndir sagnfræðingsins Domincks LaCapra og listamannsins Shimons Attie, en hann hefur notað gamlar ljósmyndir úr gyðingahverfi Berlínarborgar í pólitískri listsköpun sinni. Þá munu hugmyndir heimspekingsins Jacques Derrida um réttlæti og skilafrest (différance) koma lítillega við sögu. Að lokum verður áheyrendum boðið að narta í magðalenukökur að hætti Marcels Proust.

Sigrún Sigurðardóttir er með B.A. próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og cand.mag. próf í menningarfræði og menningarmiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla. Sigrún er sjálfstætt starfandi fræðimaður og stundakennari við Kennaraháskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Kl. 17:00 hefst aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands. Dagskrá hans verður sem hér segir:

  1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
  2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
  3. Lagabreytingar (engar tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn félagsins).
  4. Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga til eins árs.
  5. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
  6. Önnur mál.

Að loknum aðalfundi fjölmenna þeir sem vilja og geta á léttan og ódýran kvöldverð á veitingastaðnum Café Cultura á Hverfisgötu (gegnt Þjóðleikhúsinu). Borðhald hefst kl. 19:00. Í boði er "Shish Kebab", marinerað lambakjöt á teini með jógúrt sósu, fersku salati og ólívum fyrir aðeins 1.430 kr. Áhugasamir skrái sig sem allra allra fyrst hjá Guðna Th. Jóhannessyni (sími 895-2340).


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com