laugardagur, 18. feb 2006

Gaman er að koma í Keflavík

Gaman er að koma í Keflavík. Landsbyggðarráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Sagnfræðingafélags Íslands og heimamanna, Duus-húsum í Reykjanesbæ, laugardaginn 4. mars 2006. Dagskrá er sem hér hljóðar:

  08:00 Rúta frá Nýja Garði
  09:00-10:30 Kynnis- og fræðsluferð um Keflavíkurflugvöll Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, rekur þær breytingar sem orðið hafa á umsvifum þess undanfarin ár
  10:30-10:45 Setning ráðstefnunnar, Duus-húsum
  10:45-12:15 "Kaninn" og þjóðin. 1. Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur: Dægurtónlist, erlend áhrif, bandaríski herinn og "Völlurinn" 2. Gestur Guðmundsson félagsfræðingur: Kanaskríll í Keflavík: Ameríkanisering, þjóðmenning og sjávarselta í íslensku rokki 3. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja: "Enda komu þeir færandi hendi." Áhrif bandaríska varnarliðsins á mannlíf á Suðurnesjum, neyslu, dægurmenningu, málfar og samskipti kynjanna
  12:30-13:30 Hádegisverður í Duus-húsum
  13:30-15:00 Sagnir og söfn á Suðurnesjum. 4. Sigrún Jónsdóttir Franklín þjóðfræðingur og leiðsögumaður: Sagnamenning á Suðurnesjum 5. Sigrún Ásta Jónsdóttir safnstjóri: Samtíminn í byggðasöfnum 6. Helgi Hólm: Sögulegar heimildir af heimaslóðum. Blaðaútgáfa Faxa í 65 ár
  15:00-15:30 Kaffihlé
  15:30-17:00 Innreið og útrás íslenskra dægurlaga. 7. Karl Jóhann Garðarsson sagnfræðingur: "Óþjóðhollir starfshættir". Líf og dauði menningar og frelsis með "innreið" erlendra dægurlaga. 8. Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur: "Þau minna á fjallavötnin fagurblá": Um dægurlagatexta og samfélag á Suðurnesjum 9. Þór Tjörvi Þórsson sagnfræðingur: Vegir liggja til allra átta. Hljómar og upphaf útrásar íslenskra tónlistarmanna
  17:00-18:00 Móttaka í boði Reykjanesbæjar
  18:00-21:00 "Kvöldin þar þau eru engu lík". Kvöldverður í Duus-húsum, og keflvískir tónlistarmenn taka vonandi lagið undir borðum
  21:00-21:45 Rútuferð í bæinn

Skráning á ráðstefnuna er hafin og stendur til þriðjudagsins 28. febrúar. Þátttaka í ráðstefnunni er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Fargjald í rútu fram og til baka, auk kynnisferðar um Keflavíkurflugvöll, er þúsund krónur og greiðist í rútu að morgni ráðstefnudags. Áhugasamir skrái sig hjá Guðna Th. Jóhannessyni, í síma 895-2340 eða með tölvupósti, og taki fram hvort þeir skrá sig aðeins á ráðstefnuna eða rútuferðir sömuleiðis. Ókeypis kaffiveitingar verða í boði á meðan ráðstefnunni stendur. Þar að auki verður hádegisverður í boði fyrir aðeins 700 krónur (súpa og "fiskitvenna" - lúða og skötuselur), og þríréttaður kvöldverður með kaffi fyrir 3.000 krónur (sjávarréttasúpa, kjúklingabringa og eftirréttur) á veitingastaðnum Ránni, næsta húsi við Duus-hús þar sem ráðstefnan fer fram. Þeir, sem vilja skemmta sér fram á rauða nótt, geta gist á Hótel Keflavík og er þar hagstæð tilboð að fá fyrir ráðstefnugesti. Nánari upplýsingar um það fást með fyrirspurn á netfangið sigrun@hotelkeflavik.is eða síma 420-7000. Helstu styrktaraðilar ráðstefnunnar: Reykjanesbær, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Iceland Express og menntamálaráðuneyti.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com