þriðjudagur, 29. nóv 2005

Bókaveisla Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags

Hin árlega bókaveisla Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldin þriðjudagskvöldið 13. desember í húsi Sögufélags í Fischersundi. Þar munu höfundar nokkurra bóka af sögulegum toga kynna verk sín í stuttu máli. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Léttar veitingar verða í boði á vægu verði.

Bókaveislan hefst kl. 20:00. Eftirtaldir höfundar segja frá verkum sínum:

  • Guðjón Friðriksson: Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein
  • Guðmundur Magnússon: Thorsararnir: auður - völd - örlög
  • Jón Ólafur Ísberg: Líf og lækningar. Íslensk heilbrigðissaga
  • Jón M. Ívarsson: Gísli Halldórsson. Menningar, menn og málefni
  • Magnús Guðmundsson: Mosfellsbær: saga byggðar í 1100 ár
  • Magnús Lyngdal Magnússon: Járnsíða og Kristinréttur Árna Þorlákssonar
  • Sigrún Pálsdóttir: Landsvirkjun 1965-2005: fyrirtækið og umhverfi þess
  • Sigurður Gylfi Magnússon: Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar: Sjálfssögur. Minni, minningar og saga; Guðs dýrð og sálnanna velferð
  • Þóra Kristjánsdóttir: Mynd á þili. Íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld
  • Viðar Hreinsson: Gæfuleit: æfisaga Þorsteins M. Jónssonar

Fundarstjóri verður Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com