þriðjudagur, 15. nóv 2005

Jólarannsóknaræfing, 3. desember 2005

Jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða, Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðing á Íslandi verður haldin í sal Siglingaklúbbsins Brokeyjar laugardagskvöldið 3. desember næstkomandi. Húsið opnar klukkan 19.00 – borðhald hefst kl. 20.00.

Veitingar:
Blandað smáréttahlaðborð, gómsætt og girnilegt! Meðal rétta má nefna kjúklinga- og lambakjötsspjót, snittur, tapas, tígrisrækjur og sæta eftirrétti. Drykkjarföng (hvítvín, rauðvín, bjór og gos) verða seld á kostnaðarverði.

Ræðumaður kvöldsins:
Rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Örn Jósepsson flytur erindið Appelsín og malt og kassi af kók. Og svo auðvitað bók.

Skemmtiatriði:
Að borðhaldi loknu mun hljómsveitin Bræðrabandið leika fyrir dansi.

Aðgangseyrir er 3.500 krónur. Hægt er að skrá sig hjá eftirtöldum aðilum fyrir 30. nóvember n.k.: Hilma Gunnarsdóttir s. 8677111, Sigríður Þorvaldsdóttir s. 5254205/8639123, Guðný Hallgrímsdóttir s. 8946112/ 5576112, Aðalheiður Guðmundsdóttir s. 8680306/5520510.

Klukkan 23.30 verður húsið opnað fyrir þá sem ekki koma í matinn en vilja skemmta sér með okkur fram eftir nóttu. Aðgangur kostar þá 500 krónur.

Staðsetning:
Salur Siglingaklúbbsins-Brokeyjar, Austurbugt 3, er við austurbakka hafnarinnar, nálægt Faxaskála. Félagsmenn og stúdentar, fjölmennum!


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com