laugardagur, 2. apr 2005

Módernisminn ræðst gegn upplýsingunni: Hugleiðing um togstreituna á milli bresku líffræðinganna Julians Huxleys og Lancelots Hogben

Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur flytur á fimmtudaginn kemur, 7. apríl, fyrirlestur með þessu heiti í húsi Sögufélags við Fischersund í Reykjavík. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og er ókeypis og öllum opinn. Léttar veitingar verða í boði. Allir áhugamenn um sögu og vísindi eru hvattir til að mæta!

Útdráttur erindis: Á tímabilinu 1880-1930 tókust upplýsingin, síð-rómantíkin og módernisminn á í heimi hugmyndanna. Þar með er ekki öll sagan sögð því á árabilinu 1895-1905 hrundi heimsmynd 19. aldar eðlisfræði með tilkomu skammtafræðinnar og afstæðiskenningarinnar. Nýja eðlisfræðin gróf undan hugmyndafræðilegum grundvelli upplýsingarinnar og átti þátt í að ýta einstaklingum í átt að hugmyndaheimi síð-rómantíkurinnar eða að módernismanum. Í erindinu hyggst ég gefa innsýn inn í þetta tímabil með því að fjalla um aðferða- og hugmyndafræðilega byltingu sem átti sér stað innan dýrafræðinnar undir lok nítjándu aldar, sem ber ýmis ummerki módernískrar heimspeki, með megin áherslu á togstreituna sem ríkti milli tveggja af helstu talsmönnum nýju dýrafræðinnar í Bretlandi í byrjun 3. áratugar síðustu aldar. Þeir sem hér um ræðir eru upplýsingarhugsuðurinn Julian Huxley (1887-1975) og módernistinn Lancelot Hogben (1895-1975).


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com