laugardagur, 5. mar 2005

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsi Sögufélags við Fischersund í Reykjavík laugardaginn 19. mars næstkomandi og hefst kl.16:30.

Dagskrá:

  • Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar
  • Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar (engar tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn félagsins)
  • Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga til eins árs
  • Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár
  • Önnur mál

Að loknum aðalfundarstörfum mun Margrét Gestsdóttir sagnfræðingur flytja erindi er nefnist "Sálarheill. Hugmyndir Íslendinga á miðöldum um afdrif þeirra eftir dauðann." Skipulögð dagskrá á vegum félagsins heldur svo áfram að loknum aðalfundi. Alþjóðlegt hlaðborð verður í boði á veitingastaðnum Cafe Kultura sem er í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu). Borð munu þar svigna undan alls kyns útlenskum kræsingum og kostar aðgangur að þeim aðeins 1.200 krónur á mann. Sagnfræðingar eru því hvattir til að fjölmenna á Café Kultura eftir aðalfundinn og njóta fjölbreyttrar matargerðar í góðra vina hópi.

Fólk þarf að skrá sig fyrirfram, hjá Guðna Th. Jóhannessyni (895-2340), og í síðasta lagi miðvikudaginn 16. mars. Húsið opnar um kl. 18:30 en reiknað er með því að borðhald hefjist kl. 19:00. Fólki er auðvitað velkomið að mæta til matarins þótt það komist ekki á aðalfundinn. Og sama gildir um síðasta lið kvöldsins. Um kl. 20:00 færum við okkur eilítið um set í Alþjóðahúsinu og haldin verður örstutt kynning á landsbyggðarráðstefnunni á Eiðum, 3.-5. júní næstkomandi. Bráðabirgðadagskrá verður kynnt og myndir sýndar frá Eiðum og öðrum stöðum sem til stendur að heimsækja eystra. Rétt er að nefna að þótt dagskrá sé að taka á sig lokamynd kemur enn til greina að bæta við erindum, einkum ef þau tengjast meginþema ráðstefnunnar: Erlend áhrif á Íslandi: Austurland í brennidepli.

Einnig er sjálfsagt að benda á að á Eiðum gefst frábært tækifæri til að hverfa aðeins úr ys og þys borga og bæja og stilla saman fræðilega strengi. Þeir, sem vilja skrá sig á ráðstefnuna, geta gert það hjá Guðna Th. Jóhannessyni og Svavari Hávarðssyni (899 9998). Að hinni stuttu ráðstefnukynningu lokinni er síðan kjörið að halda hópinn áfram á Café Kultura þar sem hægt verður að gæða sér á ýmsum veigum, innlendum sem erlendum. Fjölmennum!


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com