mánudagur, 17. jan 2005

Bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags

Árlegur bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldinn miðvikudagskvöldið 2. febrúar í húsi Sögufélags við Fischersund. Þrír sagnfræðingar munu þar gagnrýna þrjár bækur um sögu og samtíð sem komu út á nýliðnu ári. Sverrir Jakobsson fjallar um bók Gunnars Karlssonar,"Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga". Erla Hulda Halldórsdóttir ræðir um bók Matthíasar Viðars Sæmundssonar, "Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey". Ragnheiður Kristjánsdóttir fjallar um bókina "Halldór Laxness. Ævisaga" eftir Halldór Guðmundsson.

Sagnfræðingar og aðrir eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn, hlýða á ítarlega umfjöllun um þessi fræðirit og taka þátt í umræðum um þær.

Fundurinn hefst kl. 20:00 og léttar veitingar verða á boðstólum.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com