föstudagur, 3. des 2004

Bókaveislan í desember

Hefðbundin bókaveisla Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldin fimmtudagskvöldið 16. desember í húsi Sögufélags í Fischersundi. Þarna gefst gott tækifæri til að fræðast um ýmis ný rit um sögu landsins. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Aðstandendur lofa skemmtilegri og fræðandi kvöldstund í hinum notalegu húsakynnum Sögufélags. Léttar veitingar verða á boðstólum. Bókaveislan hefst stundvíslega klukkan 20:00 og eftirtaldir höfundar munu kynna bækur sínar í stuttu máli:

  • Bragi Þorgrímur Ólafsson: Landsins útvöldu synir. Ritgerðir skólapilta Lærða skólans í íslenskum stíl 1846-1904
  • Gísli Gunnarsson: Fiskurinn sem munkunum þótti bestur
  • Gunnar Karlsson: Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga
  • Heimir Þorleifsson: Póstsaga Íslands 1873-1935
  • Helgi Þorláksson, Óskar Halldórsson, og Þóra Kristjánsdóttir: Saga Íslands VII (Helgi Þorláksson kynnir)
  • Inga Dóra Björnsdóttir: Ólöf eskimói. Ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi
  • Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson: Alþýðumenning á Íslandi 1830-1930. Ritað mál, menntun og félagshreyfingar
  • Jón Þ. Þór: Dr. Valtýr. Ævisaga
  • Matthías Viðar Sæmundsson: Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey (Guðrún Sigfúsdóttir kynnir)
  • Örn Hrafnkelsson: Handarlínulist og höfuðbeinafræði

This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com