föstudagur, 3. sep 2004

Ráðherrabókin: Þarfaþing eða endurtekningar í vönduðum umbúðum?

Sagnfræðingafélag Íslands boðar til fundar um forsætisráðherrabókina nýju á föstudaginn 17. september kl. 12:00-13:15. Frummælendur verða Ólafur Teitur Guðnason, ritstjóri bókarinnar, Hilma Gunnarsdóttir sagnfræðingur og Jón Þór Pétursson sagnfræðingur.

Fundurinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni (gamla JL-húsinu), Hringbraut 121, Reykjavík, 4. hæð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Rætt verður um meinta kosti og galla bókarinnar og stefnt að fjörugum umræðum um bókaútgáfu af þessu tagi.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com