sunnudagur, 30. maí 2004

Forsetinn og stjórnmálin að fornu og nýju

Sagnfræðingafélag Íslands og Félag stjórnmálafræðinga boða til fundar miðvikudaginn 9. júní um pólitískt hlutverk forseta Íslands frá stofnun lýðveldis til okkar daga. Fundurinn verður haldinn í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 (gamla JL-húsinu) og stendur frá 12:00 til 13:30. Þrír framsögumenn flytja erindi á fundinum:

  • Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands: "Pólitísk völd og áhrif forseta Íslands."
  • Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands: "Að gera ekki illt vera." Hugmyndir Kristjáns Eldjárns um pólitískt hlutverk forseta Íslands."
  • Sveinn Helgason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu: "Hrunadans á fjölmiðlaöld. Atburðarás og umfjöllun um fjölmiðlalögin."

Fundarstjóri verður Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Að framsögum loknum verða umræður og fyrirspurnir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com