sunnudagur, 7. mar 2004

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands fer fram í húsi Sögufélags í Fischersundi laugardaginn 27. mars 2004 og hefst hann kl. 16:30.

Dagskrá:

1) AÐALFUNDARSTÖRF

  • Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar
  • Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga til eins árs
  • Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár
  • Önnur mál

Hlé

2) FYRIRLESTUR

Vigfús Geirdal sagnfræðingur flytur fyrirlestur sem hann nefnir "Saga Vestur-Íslendinga: Safn til sögu Íslands eða innlegg í fjölmenningarsögu Vesturheims?" Á eftir fyrirlestrinum verða umræður og fyrirspurnir.

3) KVÖLDVERÐUR

Að fundi loknum verður safnast saman á veitingastaðnum Horninu þar sem boðið verður upp á hópmatseðil, léttsteikt lambafille með sóltómötum, lambagljáa og kryddbökuðum kartöflum og súkkulaðiköku með vanillukremi. Þessi réttur kostar aðeins 3.100 krónur. Skráum okkur í matinn hjá Páli Björnssyni (pab@hi.is eða 894-0662) fyrir fimmtudaginn 25. mars. Að sjálfsögðu eru einnig þeir velkomnir í matinn sem ekki komast á aðalfundinn. Safnast verður saman á Horninu (við verðum reyndar með kjallarann sem kallast Djúpið) á bilinu 18:30 til 19:00.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com