mánudagur, 3. nóv 2003

Manntalsafmæli 15. nóvember 2003

Vakin er athygli á málþingi um manntalið 1703 sem haldið verður í húsakynnum Hagstofu Íslands hinn 15. nóvember næstkomandi. Hagstofa Íslands, Félag um 18. aldar fræði, Sagnfræðingafélag Íslands, sagnfræðiskor Háskóla Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands standa að þinginu sem haldið er til að minnast 300 ára afmælis manntalsins.

Meðal fyrirlesara er hinn kunni breski fræðimaður John Hajnal sem mun flytja erindi, The 1703 Icelandic Census in Perspective. Auk hans flytja bæði erlendir og íslenskir fræðimenn erindi á þinginu. Þingið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Ólöfu Garðarsdóttur olof.gardarsdottir@hagstofa.is


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com