þriðjudagur, 4. feb 2003

Bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands

Árlegur bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsnæði Sögufélags í Fischersundi miðvikudaginn 5. febrúar og hefst hann fyrr en venja hefur verið um kvöldfundi félagsins eða kl. 20:00. Vinsamlega látið vita ef ykkur finnst of snemmt að hefja fundi á þessum tíma.

Fjallað verður um þrjár nýútkomnar bækur. Kristján Sveinsson sagnfræðingur ræðir um bók Helga Skúla Kjartanssonar, Ísland á 20. öld, Guðmundur Hálfdanarson prófessor tekur fyrir fyrra bindi Ævisögu Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Friðriksson, og Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur fjallar um rit Þórunnar Valdimarsdóttur, Horfinn heimur. Árið 1900 í nærmynd. Höfundarnir verða á staðnum þar sem þeir munu svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Fundinum stýrir Sigrún Pálsdóttir.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Kristínu Svövu Tómasdóttur, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið kristinsvava@gmail.com

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com