laugardagur, 16. nóv 2002

Skipulag byggðar á Íslandi

Þriðjudaginn 19. nóvember heldur Trausti Valsson skipulagsfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist "Skipulag byggðar á Íslandi. Útkoma yfirlitsrits". Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og skipulagsmál.

Í fyrirlestrinum mun Trausti kynna helstu niðurstöður úr nýrri bók sinni sem nefnist "Skipulag byggðar á Íslandi. Frá Landnámi til líðandi stundar". Fyrst verður sjónum beint að náttúruöflunum sem lengst af voru stærstu áhrifavaldar um mótun byggðar og hins manngerða umhverfis hérlendis. Þá verða þau lögmál útskýrð, sem eru almennt að verki í byggðarmótun, og síðan verður þróun þéttbýliskjarna landsins lýst. Loks verður fjallað um nýjar hugmyndahræringar við aldamótin 2000 og hvernig þær eru að leiða til breytinga á því hvernig stærstu bæir og byggðasvæði í landinu eru að þróast.

Trausti Valsson er prófessor við verkfræðideild HÍ. Hann lauk námi af skipulagslínu arkitektadeildar TU í Berlín 1972 og starfaði síðan um nokkurra ára skeið við Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar, m.a. við Grænu byltinguna og gerð aðalskipulags fyrir Úlfarsfellssvæðið. Hann lauk doktorsprófi í umhverfisskipulagi frá UC Berkeley 1987. Trausti hefur gefið úr níu bækur um arkitektúr og skipulag, en auk þess liggur eftir hann fjöldi tímaritsgreina.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com