fimmtudagur, 19. sep 2002

Hvað er borg? - Guðjón Friðriksson á hádegisfundi

Þriðjudaginn 24. september heldur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist "Guðmundur Hannesson og skipulag Reykjavíkur". Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00.

Upp úr aldamótum 1900 voru skipulagsmál Reykjavíkur samtvinnuð baráttu um bætt heilsufar bæjarbúa. Það er því ekki tilviljun að læknar voru meðal helstu skipulagsfrömuða er byrjað var að huga að þeim málum. Fremstur þeirra var Guðmundur Hannesson, en rit hans Um skipulag bæja, sem út kom 1916, var brautryðjandaverk. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hugmyndir Guðmundar og áhrif hans á mótun og skipulag Reykjavíkurborgar á fyrri hluta 20. aldar.

Guðjón Friðriksson er sagnfræðingur í Reykjavíkurakademíunni. Eftir hann liggja tvö bindi af Sögu Reykjavíkur á árunum 1870-1940 auk fleiri verka um höfuðborgina. Á síðari árum hefur hann einkum fengist við ritun ævisagna.

Eftir hann liggja m.a. ævisögur Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Einars Benediktssonar og nú í haust kemur út fyrra bindi af ævisögu Jóns Sigurðssonar forseta.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com